Lífið

Sjáið þáttinn: Nilli fær blóðnasir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpsmaðurinn Níelsi Thibaud Girerd lendir í ýmsum skemmtilegum uppákomum í lokaþætti sextán liða úrslita af spurningakeppninni Hvert í ósköpunum er svarið? Hann heimsækir meðal annars heimavist, rænir úlpu á göngunum og fær blóðnasir.

Í þættinum mætast lið Menntaskólans á Egilsstöðum og lið Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Í liði ME eru Auður Björg, Sigurður Jakobsson og Almar Blær en í liði FSU eru Erlendur Ágúst, Hrafnhildur og Ingibjörg. 

Þetta eru tveir ólíkir landsbyggðarskólar sem okkar manni Níelsi þótti alveg tilvalið að fara í. „Ég haft miklar áhyggjur af greindarvísistölu framhaldsskólanna um land allt og sérstaklega landsbyggðarskólanna. Það er því gaman frá því að segja að báðir komu alveg einstaklega vel út úr þessari keppni,“ segir Nilli.
Nilli gerir víðreist í skólunum. Hann tekur lagið, kíkir á heimavistina, og heimsækir Guðrúnu Hlín, formann nemendafélags ME, í vinnuna á veitingastaðnum Salt.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×