Golf

Sjáið Stenson fara á kostum | Myndbönd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gapandi glompur en Stenson slær af öryggi
Gapandi glompur en Stenson slær af öryggi vísir/getty
Henrik Stenson er í efsta sæti á DP World Championship mótinu sem leikið er á Jumeirah golfvellinum í Dubai um helgina ásamt Rafa Cabrera-Bello fyrir lokahringinn í dag.

Stenson hefur leikið frábært golf og er á 14 höggum undir pari líkt og Cabrera-Bello. Justin Rose er þriðji á 11 undir pari og Rory McIlroy er einn fjögurra kylfinga á tíu undir eða fjórum höggum á eftir efstu mönnum.

Svíinn Stenson á tvö af laglegri höggum mótsins til þessa eins og sjá má hér að neðan. Í því fyrra slær hann 269 metra yfir vatn úr karga og inn á flöt með þrjú tré.

Í seinna myndbandinu slær Stenson rúmlega 250 metra með fjögur járni. Lengd sem flestir myndu sætta sig við.

269 metra högg með þrjú tré úr karga: Rúmlega 250 metra högg með fjögur járni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×