Enski boltinn

Sjáið rosalegt mark Carroll og hvernig Zlatan tókst að jafna á móti Liverpool | Öll tilþrifin í enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic fagnar marki sínu.
Zlatan Ibrahimovic fagnar marki sínu. Vísir/AP
Lundúnaliðin Arsenal, Tottenham, Chelsea og West Ham unnu öll flotta sigra í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta um helgina.

Chelsea er nú með sjö stiga forskot á Liverpool og Tottenham eftir að toppliðið vann 3-0 útisigur á Englandsmeisturum Leicester City.

Liverpool gerði jafntefli við Manchester United og Manchester City er nú tíu stigum á eftir Chelsea eftir 4-0 skell á móti Everton í Guttagarði.  Zlatan Ibrahimovic bjargaði sínum mönnum í Manchester United og ekki í fyrsta sinn í vetur.

Andy Carroll, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði mark helgarinnar og kannski mark tímabilsins í stórsigri West Ham.

Þetta var afar viðburðarrík helgi í ensku úrvalsdeildinni. Öll mörkin, atvikin, bestu markvörslurnar, fyndnustu augnablikin og samantektir úr hverjum einasta leik um helgina eru nú aðgengileg hér inn á Vísi.

Vísir býður nefnilega lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd þar sem farið yfir öll atvik helgarinnar í ítarlegum myndböndum. Það má finna samantektir úr hverjum einasta leik auk þess sem hver dagur er gerður upp í einu myndbandi.

Að lokinni hverri umferð er hún svo gerð upp með því að skoða bestu mörkin, bestu markvörslurnar og fyndnustu augnablikin.

Samantektir úr leikjum birtast ávallt í lok hvers leikdags og eru í birtingu í eina viku. Þau má öllu jafna nálgast á sjónvarpsvef Vísis með því að smella á „Íþróttir“ og „Enski boltinn“.

Messan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld og munu valdar klippur úr henni birtast á Vísi á morgun.

Umferðin gerð upp: Samantektir helgarinnar:

Stakir leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×