Lífið

Sjáið myndirnar: Íslenskir karlmenn eiga sér tvífara í teiknimyndum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Margir íslenskir karlmenn eiga sér tvífara í þekktum, erlendum teiknimyndum og eru svo sláandi líkur karakterunum að ætla mætti að þeir væru byggður á stjörnunum okkar.

Lífið fór á stúfana og fann nokkra teiknimyndatvífara.

Ralph og Bjarni Ara

Ralph úr Wreck-It Ralph er rosalega vöðvastæltur en þegar rýnt er í andlitsdrætti kraftajötunsins sést að hann er sláandi líkur látunsbarkanum okkar, sjálfum Bjarna Arasyni. Ekki leiðum að líkjast!

Dr. Nick og Teitur Guðmundsson

Dr. Nick í The Simpsons er skrautlegur karakter og það sem kalla mætti skottulækni. Stjörnulæknirinn okkar, Teitur Guðmundsson, er sko alls enginn skottulæknir og alltaf með svar á reiðum höndum. Þó þeir Dr. Nick séu ólíkar persónur gætu þeir vel verið sama manneskjan ef aðeins er litið á útlitið.

Nanna og Sigmundur Davíð

Forsætisráðherra vor minnir um margt á hana Nönnu, dyggan þjón Brakúla greifa úr samnefndum teiknimyndum. Hún Nanna á það líka til að vera ansi djúprödduð eins og Sigmundur Davíð. 

Clogsworth og Ásgeir Friðgeirsson

Clogsworth úr teiknimyndinni Beauty and the Beast er ekki klukka að ástæðulausu. Karakterinn er upptrekktur og vill hafa allt á hreinu. Athafnamaðurinn Ásgeir Friðgeirsson á það ekki sameiginlegt með tvífara sínum að vera upptrekktur en takið eftir hárgreiðslunni - hún er nauðalík skreytingunni á höfði Clogsworth.

Umboðsmaðurinn og Ísleifur Þórhallsson

Umboðsmaðurinn í Bolt er sprenghlægilegur karakter og eru margir sammála um að hann sé eins og þessi típíski Hollywood-umboðsmaður. Ísleifur á margt sameignilegt með teiknimyndatvífara sínum enda hefur hann haft í nægu að snúast síðustu ár að flytja stórstjörnur til landsins, nú síðast Justin Timberlake.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×