Lífið

Sjáið myndbandið: Kántrísöngvari kemur út úr skápnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Billy er samkynhneigður.
Billy er samkynhneigður. vísir/ap
Kántrísöngvarinn Billy Gilman, 26 ára, kom út úr skápnum í gær í myndbandi sem hann setti á YouTube. Billy sló fyrst í gegn þegar hann var ellefu ára með laginu One Voice.

Billy tísti um myndbandið í gær og kallar það My Story, eða Mín saga. Í því segist hann hafa viljað koma út úr skápnum eftir að hann var myndaður með kærasta sínum til fimm mánaða.

„Þá gerði ég mér grein fyrir að ég vildi að þetta kæmi frá mér frekar en að þið mynduð lesa það annars staðar í frétt sem væri full af ósannindum,“ segir hann.

„Það hefur tekið mig nokkrar vikur að finna út úr því hvernig ég ætti að gera þetta myndband sem þið eruð að horfa á. En í dag gerði vinur minn og annar kántrílistamaður mér það auðvelt að gera þetta myndband,“ bætir Billy við og vísar í kántrísöngvarann Ty Herndon sem kom einnig út úr skápnum í gær. 

Sögusagnir hafa sprottið upp síðustu ár þess efnis að Billy sé samkynhneigður og segir hann það hafa haft áhrif á feril sinn.

„Það er eitt ef fólki líkar ekki tónlistin þín en eftir að hafa selt fimm milljónir platna, átt yndislegt líf í tónlistarbransanum vissi ég að eitthvað var að þegar ekkert stórt plötufyrirtæki vildi setjast niður með mér og hlusta á nýja efnið mitt,“ segir hann.

„Það er erfitt fyrir mig að gera þetta myndband, ekki út af því að ég skammast mín fyrir að vera samkynhneigður, karlkyns listamaður, eða samkynhneigður listamaður eða samkynhneigð manneskja. En það er kjánalegt að vita að ég skammast mín fyrir að gera þetta því ég tilheyri tónlistargeira þar sem fólk skammast sín fyrir þann mann sem ég hef að geyma,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×