Innlent

Sjáið mannfjöldann taka valkyrjuklappið

Anton Egilsson skrifar
Valkyrjuklappið, eða Kvennaklappið, var tekið á samstöðufundi á Austurvelli í tilefni af Kvennafrídeginum. Klappið hlaut miklar undirtektir en þúsundir kvenna létu sjá sig á fundinum.

Það voru þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem stýrðu klappinu af mikilli snilld eins og sjá má í myndspilaranum hér að ofan. Burt með launamismun, ójafnrétti, ofbeldi og fordóma var meðal þess sem boðað var með klappinu.

Konur víða um land kröfðust kjarajafnréttis með því að leggja niður störf klukkan 14:38 í dag, eða á þeirri mínútu þegar þær hætta að fá borgað fyrir störf sín miðað við laun karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×