Tónlist

Sjáið Magna taka Under the Bridge

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson heimsótti 9tís þátt Bylgjunnar og tók lagið Under the Bridge með bandarísku rokksveitinni Red Hot Chili Peppers.

Under the Bridge er án efa vinsælasta lag sveitarinnar og fer Magni afar vel með það eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndbandi.

Under the Bridge er á fimmtu plötu Red Hot Chili Peppers, Blood Sugar Sex Magik. Söngvarinn Anthony Kiedis samdi textann til að tjá einmanaleika sinn og vonleysi og hvaða áhrif fíkniefni höfðu á líf hans. 

Lagið komst hæst í annað sæti á Billboard Hot 100-listanum en myndbandið við lagið hlaut tvenn verðlaun á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni árið 1992.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×