Viðskipti erlent

Sjáið, það hækkar, hrópa Norðmenn

Kristján Már Unnarsson skrifar
Olíuvinnslupallur á landgrunni Noregs.
Olíuvinnslupallur á landgrunni Noregs.
Sjáið, það hækkar! Þannig hljóðar fyrirsögn helsta olíufréttamiðils Norðmanna í dag, Offshore.no, þegar spurðist að verð á Norðursjávarolíu hefði hækkað um þrjú prósent. Sagt er að varfærin bjartsýni sé byrjuð að færast yfir markaðinn, eftir martröð verðlækkana síðustu vikna.

Olíuverð fór síðdegis í 63 dollara tunnan en var þegar markaðurinn opnaði í morgun í 61,20 dollara. Lægst fór verðið í gær í 59 dollara. Norskir fjölmiðlar hafa því spurt í dag hvort botninum sé náð.

Verðhækkunin í dag er að nokkru skýrð með yfirlýsingu olíumálaráðherra Saudi-Arabíu um að olíuverðinu verði ekki þrýst niður.

„Ég er bjartsýnn. Núverandi ástand er aðeins tímabundið og það mun ganga yfir,“ hefur ríkisfréttastofa Saudi-Arabíu eftir Ali al-Naimi olíumálaráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×