Íslenski boltinn

Sjáðu umdeildu vítaspyrnuna sem tryggði KV sigur á Fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fram er úr leik í Borgunarbikar karla í knattspyrnu, en liðið tapaði fyrir 2. deildar liði KV, 2-1, í Vesturbænum í gær.

Sigurmarkið skoraði varamaðurinn Brynjar Orri Bjarnason úr vítaspyrnu á 80. mínútu, en Framarar voru heldur betur ósáttir við vítaspyrnudóminn.

Þeir virðist líka hafa sitthvað til síns máls, en aðstoðardómarinn Adolf Þorbeg Anderson dæmir brot á Ingiberg Ólaf Jónsson þegar dómari leiksins, Ívar Orri Sigurjónsson, stendur ofan í atvikinu.

„Þetta var ekki víti fyrir fimm aura. Dómarinn stendur tíu metra frá þessu og línuvörðurinn flaggar 25 metra frá þegar okkar maður er með boltann. Ég skil ekki hvað hann er að dæma víti í svona stöðu,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Fram, um vítið við fótbolti.net í gær.

Farið verður yfir leik Fram og KV auk allra hinna 15 leikjanna í 32 liða úrslitunum í Borgunarbikarmörkunum sem verða á dagskrá á Stöð 2 Sport annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×