Sjáđu trođslurnar hjá Dempsey, Hill og flautukörfuna hjá Hauki

 
Körfubolti
12:30 20. FEBRÚAR 2016
Anton Ingi Leifsson skrifar

Körfuboltakvöld var sem fyrr á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi, en þá gerðu þeir félagar upp 18. umferðina sem var að líða í Dominos-deild karla.

Myron Dempsey var í stuði þegar Tindastóll valtaði yfir Snæfell og tróð hann meðal annars tvisvar mjög laglega. Þessar tvær troðslur hans koma til greina se tilþrif umferðarinnar.

Einnig er hægt að kjósa um svakalega flautukörfu Haukamannsins, Hauks Óskarssonar, en hann skoraði hana undir lok þriðja leikhluta. Haukar unnu að endingu í framlengingu.

Að lokum var það svo Jerome Hill sem tróð ansi laglega fyrir Keflavík í tapi gegn KR, en það var eitt af því fáa sem markvert var í tapi Keflavíkur gegn KR í gærkvöldi.

Öll tilþrifin má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni og kjósa má á Twitter-síðu Körfuboltakvölds hér að neðan.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sjáđu trođslurnar hjá Dempsey, Hill og flautukörfuna hjá Hauki
Fara efst