Enski boltinn

Sjáðu tíu ára gamlan Wayne Rooney skora geggjað mark | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það varð eitthvað úr Wayne Rooney.
Það varð eitthvað úr Wayne Rooney. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, birti í dag myndband á Instagram-síðu sinni af sjálfum sér að skora frábært mark þegar hann er tíu ára gamall.

Þarna er Rooney að spila fyrir skólaliðið Copplehouse Boys en hann spilaði með því áður en hann gekk í raðir Everton 15 ára gamall árið 2002.

Markið sýnir flest af því sem hefur gert Wayne Rooney að leikmanninum sem hann er; hraða, styrk, boltameðferð og skottækni. Það var lengi vitað að Rooney yrði einn af bestu leikmönnum Englands.

Rooney skaust upp á stjörnuhimininn hjá Everton þar sem hann skoraði 15 mörk í 67 leikjum en hann var svo keyptur til Manchester United sumarið 2004 eftir frábæra frammistöðu með enska landsliðinu á EM í Portúgal.

Hann hefur síðan þá skorað 244 mörk í 513 leikjum í öllum keppnum fyrir Manchester United og skorað yfir tug marka í ensku úrvalsdeildinni allar leiktíðirnar síðan hann gekk í raðir United.

Rooney þarf þó að skora þrjú mörk í síðustu þremur leikjum tímabilsins til að viðhalda þeirri hefð en hann er aðeins búinn að skora sjö mörk í 24 leikjum þetta tímabilið.

Þetta fallega mark frá ungum Wayne Rooney má sjá hér að neðan.

Throwback Thursday - Scoring for the schoolboy team when I was 10 #tbt

A video posted by Wayne Rooney (@waynerooney) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×