Golf

Sjáðu Þórdísi tryggja sér sigur með fugli á Eimskipsmótaröðinni | Myndbönd

Þórdís slær upphafshögg í dag.
Þórdís slær upphafshögg í dag. Mynd/GSÍ
Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili tryggði sér sigur á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni en þetta var fyrsta mót ársins í mótaröðinni.

Þórdís virtist vera að tryggja sér sigurinn á þrettándu braut þegar Karen Guðnadóttir fékk þrefaldann skolla eftir að hafa fengið tvöfaldann skolla á holunni áður.

Náði Þórdís fjögurra högga forskoti á næstu holu, stuttri par 3 holu en hún náði sér ekki á strik á lokaholunum. Fékk hún fjóra skolla á seinustu fimm holunum en á sama tíma lék Karen á pari og náði Þórdísi.

Þurfti því bráðabana til að útkljá fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar en þar reyndist Þórdís sterkari á tíundu braut á Hellu, stuttri par 4 holu.

Eftir gott upphafshögg mátti litlu muna að hún myndi setja boltann ofaní fyrir erni en hún þurfti að láta fuglinn nægja en sigurpúttið má sjá hér fyrir neðan sem og innáhöggið í bráðabananum.

Innáhögg Þórdísar: Pútt fyrir fugli og sigri á mótinu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×