Sport

Sjáðu þennan hundrað ára setja nýtt heimsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orville Rogers og Julia Hawkins er bæði orðin hundrað ára.
Orville Rogers og Julia Hawkins er bæði orðin hundrað ára. Twitter/USATF
Það er ekki slæmt að vera orðinn hundrað ára gamall en vera samt að keppa ennþá í spretthlaupum og hvað þá að vera setja heimsmet.

Hér kynnum við til leiks hinn hundrað ára gamla Orville Rogers sem lét ekki hundrað ára afmælisdaginn stoppa sig á hlaupabrautinni.

Orville Rogers keppti í 60 metra hlaupi í flokki 90 ára og eldri á öldingamóti bandaríska frjálsíþróttasambandsins og hljóp hraðar en nokkur annar hefur gert eftir aldarafmælið sitt.

Orville Rogers kom í mark á 19,13 sekúndum en á myndbandinu hér fyrir neðan er hann á annarri braut. Hinn nítíu ára Edward Cox vann hlaupið samt með talsverðum yfirburðum en hann kom í mark á 11,73 sekúndum.







Orville Rogers var kátur í mótslok en hann setti einnig heimsmet í 1500 metra hlaupi á mótinu og er því greinilega fjölhæfur frjálsíþróttamaður. Hér fyrir neðan sést hann með hinni 102 ára Juliu Hawkins.







ESPN fjallaði um harða baráttu Orville Rogers og Dixon Hemphill í elsta flokknum sem hófst fyrir ári síðan. Þá voru þeir bara tveir í hlaupinu hjá 90 ára og eldri en í ár voru keppendur miklu fleiri.

Umfjöllun ESPN um þessa 93 ára og 100 ára hlaupakappa er hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×