Lífið

Sjáðu þegar Magnús Scheving bað Hrefnu Bjarkar á ROK

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega fallegt augnablik á ROK
Virkilega fallegt augnablik á ROK
Athafnamaðurinn Magnús Scheving gerði sér lítið fyrir og skellti sér á skeljarnar á nýárskvöld og bað Hrefnu Björk Sverrisdóttur um að giftast sér. Bónorðið var á veitingarstaðnum ROK.

Þau Magnús og Hrefna eru eigendur veitingastaðarins en þegar Magnús bað hennar söng Hreimur Heimisson, söngvarinn í Landi og sonum, lagið My Heart Will Go On með Celine Dion sem margir muna eftir úr kvikmyndinni Titanic.

Ýr Þrastardóttir fatahönnuður deilir fallegu og skemmtilegu myndbandi frá kvöldinu þar sem sjá má hvað átti sér stað. Myndbandið sýnir hvernig Magnús bar sig að og nokkrum sekúndum eftir að myndbandinu lýkur bar hann fram spurninguna.

Lífið óskar parinu innilega til hamingju með trúlofunina. 2017 verður þeirra ár.

Sunneva Sverrisdóttir systir Hrefnu Bjarkar náði þessari fallegu mynd af bónorðinu.

Trúlofuð!!!

A photo posted by Sunneva Sverrisdóttir (@sunnevasverris) on

Hér að neðan má hlusta á lagið fallega með Celine Dion





Fleiri fréttir

Sjá meira


×