FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 09:42

Í beinni: Blađamannafundur Íslands í Shkoder

SPORT

Sjáđu tćknivilluna sem gerđi Ara brjálađan: "Held ađ dómarinn pissi undir í nótt“

 
Körfubolti
13:00 02. MARS 2017
Ari Gunnarsson vandađi dómurum leiksins ekki kveđjurnar í gćr.
Ari Gunnarsson vandađi dómurum leiksins ekki kveđjurnar í gćr. VÍSIR/ERNIR

Ari Gunnarsson, þjálfari Vals í Domino´s-deild kvenna í körfubolta, var ómyrkur í máli eftir 77-70 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Snæfells á heimavelli í gærkvöldi.

Valur missti bandaríska leikmanninn sinn, Miu Lloyd, af velli með fimm villur í byrjun fjórða leikhluta þegar liðið var fimm stigum yfir. Fimmta villan var tæknivilla sem Ara fannst alls ekki eiga rétt á sér.

Sjá einnig: Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook

„Hún segist ekkert hafa sagt og dómararnir sögðu að hún hefði verið að kvarta. Svo þegar ég sóttist eftir svörum sögðu þeir að hún hefði horft skringilega á sig. Ef það er orðið að tæknivillu eru þessir dómarar orðnir helvíti viðkvæmir,“ sagði Ari í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD eftir leikinn í gær.Ari vandaði dómurum leiksins, þá sérstaklega öðrum þeirra, Jóhanni Gunnari Guðmundssyni, ekki kveðjurnar eftir leik. Hann var ósáttur við ósamræmi í dómgæslu á sínum Bandaríkjamanni og Kananum hjá Snæfelli.

„Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari.

„Þeir þorðu ekki að taka sénsinn á því að dæma Aaryn út hjá þeim, hún átti að fá fimmtu villuna mun fyrr en þeir höfðu ekki kjark til þess. Dómarinn sagði að honum hefði ekki fundist þetta rétti tímapunkturinn þegar ég ræddi við hann eftir leik. Hann vissi alveg um hvað ég var að tala um og ég er hræddur um að hann pissi undir í nótt, karlgreyið“ sagði Ari Gunnarsson.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sjáđu tćknivilluna sem gerđi Ara brjálađan: "Held ađ dómarinn pissi undir í nótt“
Fara efst