Erlent

Sjáðu stafrófið séð frá geimnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndirnar koma hvaðanæva af jörðinni en eiga allar það sameiginlegt að vera teknar úr geimnum.
Myndirnar koma hvaðanæva af jörðinni en eiga allar það sameiginlegt að vera teknar úr geimnum. Nasa/Samsett
Starfsmenn NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, eru líklega sniðugri en flestir, hverjir aðrir geta komið mönnum á tunglið eða bjargað Matt Damon á ævintýralegan hátt frá Mars?

Fyrir nokkrum árum síðan rakst Adam Voiland, starfsmaður NASA, á stafinn V er hann var að skoða gervihnattamyndir af landsvæði í Kanada. Skyndilega fékk hann þá stórgóðu hugmynd að sjá hvort hann gæti fundið alla stafi stafrófsins á jörðinni.

Með dyggri hjálp lesenda og samstarfsmanna sinna tókst honum að klára verkið seint á síðasta ári og birti hann myndir af stafrófinu svo að hver sem er gæti notið þess.

Á myndunum má sjá jarðnesk fyrirbæri hvaðanæva af jörðinni mynda stafi en þær eiga allar það sameiginlegt að vera teknar úr geimnum. Stafrófið er vitaskuld hið enska enda Voiland enskumælandi maður.

Sjá má alla stafina í enska stafrófinu, séð frá geimnum, í albúminu hér fyrir neðan.

ANASA
BNASA
CNASA
DNASA
ENASA
FNASA
GNASA
HNASA
INASA
JNASA
KNASA
LNASA
MNASA
NNASA
ONASA
PNASA
QNASA
RNASA
SNASA
TNASA
UNASA
VNASA
WNASA
XNASA
YNASA
ZNASA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×