Lífið

Sjáðu SS­­Sól stíga á svið og gera allt vit­­laust á 30 ára af­­mælis­­tón­­leikunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin var stórbrotin á 30 ára afmælistónleikum SSSól.
Stemningin var stórbrotin á 30 ára afmælistónleikum SSSól.
Hljómsveitin Síðan skein sól hélt tvenna tónleika í Háskólabíói á laugardagskvöldið og var uppselt á þá báða. Um var að ræða 30 ára afmælistónleika hljómsveitarinnar og voru aðdáendur hennar greinilega spenntir, en stemningin í Háskólabíói var rafmögnuð.

Allir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar stigu saman á svið í fyrsta sinn í langan tíma, auk flestra annarra sem komið hafa við sögu sveitarinnar á þessum 30 árum.

Síðan skein sól eða SSSól var stofnuð árið 1987 af Helga Björnssyni og Jakobi Smára Magnússyni. Síðasta platan sem þeir gáfu út heitir 88-99. Eyjólfur Jóhannsson, gítarleikari, og Ingólfur Sigurðsson, trommari, voru einnig í sveitinni og komu þeir fram á laugardagskvöldið.

Á Facebook-síðu Helga Björns má sjá nokkrar upptökur frá tónleikunum og má greinilega sjá að þakið ætlaði af tónleikasalnum. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá laugardagskvöldinu eða þegar SSSól tók lögin Vertu þú sjálfur, Húsið og ég, Ég stend á skýi og Lof mér að lifa.

Síðan skein sól mun koma víðar fram í ár, meðal annars á Bræðslunni á Borgarfirði Eystra síðustu helgina í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×