Körfubolti

Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Craig Pedersen og Arnar Guðjónsson höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Craig Pedersen og Arnar Guðjónsson höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. vísir/vilhelm
Ísland vann Bretland, 71-69, í frábærum körfuboltaleik í Koparkassanum í London í kvöld og er nú komið með annan fótinn á EM 2015.

Ísland vann báða leikina gegn Bretlandi og þarf ansi mikið að falla strákunum okkar í óhag eigi þeir ekki að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni.

Karfan.is birti eftir leikinn skemmtilegt myndband á Youtube-síðu sinni af ræðu þjálfaranna í leikslok. Þar fara þeir CraigPedersen, ArnarGuðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson yfir málin með strákunum okkar. Sjón er sögu ríkari.


Tengdar fréttir

Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM

Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×