Sport

Sjáðu sigurhlaupið hjá Anítu í Mannheim | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta Hinriksdóttir vann með yfirburðum.
Aníta Hinriksdóttir vann með yfirburðum. vísir/daníel
Aníta Hinriksdóttir vann 800 metra hlaupið með yfirburðum á Junioren Gala-mótinu í Mannheim um helgina, en þar kepptu sex íslensk ungmenni á einu sterkasta móti heims.

Aníta kom í mark á 2:02,78 mínútum sem er rúmum tveimur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Það setti hún einmitt í Mannheim fyrir ári síðan.

Tanja Spill frá Þýskalandi varð í öðru sæti, fjórum sekúndum á eftir Anítu og Renée Eyckens frá Belgíu í þriðja sæti.

Hér að neðan má sjá myndband af hlaupinu hjá Anítu í Mannheim.


Tengdar fréttir

Aníta vann í Mannheim

Aníta Hinriksdóttir kom fyrst í mark í 800 metra hlaupinu á Junioren Gala-mótinu í Mannheim í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×