Enski boltinn

Sjáðu rauða spjaldið hjá Fellaini og mörk og markvörslur vikunnar | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marouane Fellaini er á leið í þriggja leikja bann.
Marouane Fellaini er á leið í þriggja leikja bann. vísir/getty
Manchester City og Manchester United skildu jöfn, markalaus, í Manchester-slagnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi en leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

David De Gea bjargaði United nokkrum sinnum, meðal annars þegar hann varði frá Sergio Agüero úr dauðafæri og þá var mark dæmt af heimamönnum vegna rangstöðu í seinni hálfleik.

Belgíski miðjumaðurinn Marouane Fellaini fékk að líta rautt spjald í seinni hálfleik þegar hann skallaði Agüero í grasið en Fellaini er á leið í þriggja leikja bann og missir meira en helmingi leikjanna sem United á eftir í deildinni.

Manchester City heldur fjórða sætinu með 65 stig og United er sæti neðar með 64 stig en jafnteflið var vatn á myllu Liverpool sem er í þriðja sæti með 66 stig.

Hér að neðan má sjá allt það helsta úr Manchester-slagnum í gær auk marka vikunnar í enska, flottustu markvörslurnar og uppgjör vikunnar.

Manchester City - Manchester United 0-0
Mörk vikunnar
Markvörslur vikunnar
Uppgjör vikunnar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×