Fótbolti

Sjáðu ótrúlegan skallatennis St. Johnstone

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá St. Johnstone.
Úr leik hjá St. Johnstone. vísir/getty
Skoska liðið, St. Johnstone, tók upp heldur betur skemmtilegt myndband í klefa liðsins á dögunum, en leikmenn liðsins skölluðu þá boltanum á milli.

Allir leikmenn liðsins settust á bekk í klefa liðsins og einn stóð í miðjunni. Þeir skölluðu boltanum glæsilega á milli sín sem endaði með því að Dylan Easton, aðalmaðurinn, skallaði boltann ofan í ruslafötu.

„Þetta var léttir. Við hefðum ekki farið út að æfa fyrr en við hefðum klárað þetta verkefni," sagði Easton og bætti við: „Fimm mínútum fyrir æfingu náðum við þessu," en um leið og boltinn lendir í ruslafötunni brjótast úr gífurleg fagnaðarlæti.

St. Johnstone tapaði 1-0 gegn Alashkert FC í forkeppni Evrópudeildarinnar, en fyrri leikur liðanna fór fram á fimmtudag. St. Johnstone á þó heimaleikinn eftir og á því fína möguleika að fara áfram í næstu umferð.

Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×