Sjáđu ótrúlega mynd af handleggnum á Thomas

 
Sport
18:30 09. FEBRÚAR 2016
Davis er hér á flugi í Super Bowl og viđ ţađ ađ berja á Emmanuel Sanders međ brotna handleggnum.
Davis er hér á flugi í Super Bowl og viđ ţađ ađ berja á Emmanuel Sanders međ brotna handleggnum. VÍSIR/EPA

Thomas Davis, varnarmaður Carolina Panthers, sýndi af sér einstaka hörku í Super Bowl-leiknum er hann spilaði handleggsbrotinn.

Aðeins tveim vikum fyrir leikinn þá brotnaði Thomas illa. Hann fór í aðgerð daginn eftir þar sem nokkrar skrúfur voru settar í handlegginn.

Hann fékk svo góðar umbúðir fyrir leikinn og spilaði sem er ótrúlegt. Það sem er kannski enn ótrúlegra er að hann spilaði mjög vel.

Því miður fyrir hann dugði þessi hetjulega frammistaða hans ekki til sigurs því Denver Broncos vann leikinn, 24-10.

Hér að neðan má sjá mynd af handleggnum sem Davis setti á Instagram eftir leik og menn klóra sér í hausnum og spyrja hvernig hann fór að því að spila.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Sjáđu ótrúlega mynd af handleggnum á Thomas
Fara efst