Fótbolti

Sjáðu öll 24 mörk Viðars Arnar í Noregi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Viðar Örn Kjartansson getur ekki hætt að skora í Noregi.
Viðar Örn Kjartansson getur ekki hætt að skora í Noregi. mynd/vålerenga
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði 22., 23. og 24. mark sitt fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið vann öruggan sigur á Haugesund á heimavelli, 4-1.

Viðar Örn hefur slegið í gegn í Noregi í sumar, en hann er langmarkahæstur í úrvalsdeildinni, tíu mörkum á undan næsta manni.

Hann stefnir á markametið sem eru 30 mörk, en hann hefur sjö leiki til að skora sjö mörk og bæta metið sem OddIversen, faðir SteffenIversen, setti árið 1968.

Markaskorun Viðars er nokkuð fjölbreytt. Hann skorar með hægri og vinstri fæti, eftir stungusendingar, skalla eftir fyrigjafir, úr föstum leikatriðum og vítaspyrnum.

Hér að neðan má sjá öll 24 mörk Viðars Arnar í norsku úrvalsdeildinni til þessa.


Tengdar fréttir

Viðar er sex mörkum frá markametinu í Noregi

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er á hraðleið að slá markametið í norska boltanum. Viðar skoraði þrennu í gær í 4-1 sigri Vålerenga á Haugesund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×