Lífið

Sjáðu mynd Hugleiks sem þótti of óviðeigandi til sýningar

Anton Egilsson skrifar
Hugleikur Dagsson með myndasöguna.
Hugleikur Dagsson með myndasöguna. Skjáskot
Skondið atvik átti sér stað í útsendingu Söngvakeppni sjónvarpsins áðan þegar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, kynnir keppninnar, stöðvaði Hugleik Dagsson frá því að sýna myndasögu þar sem hann hafði myndgreint Eurovision lag Páls Óskars, Minn hinsti dans.

Hugleikur sem hefur gefið út þrjár bækur þar sem hann myndgerir íslensk dægurlög var fenginn til þess myndgera nokkur þekkt íslensk Eurovision lög. Meðal þeirra laga sem hann myndgerði voru Gleðibankinn með Icy og Is it true með Jóhönnu Guðrúnu.

Ragnhildur taldi mynd Hugleiks, sem sjá mér hér að neðan, greinilega of óviðeigandi til birtingar og stöðvaði hann frá því að sýna sjónvarpsáhorfendum myndina.

Minn hinsti dans #12stig

A post shared by hulli (@flugveikur) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×