Fótbolti

Sjáðu markvörð skora eitt af sjálfsmörkum aldarinnar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kamerúnski markvörðurinn Sammy Ndjock sem spilar með Minnesota United í NASL-deildinni í Bandaríkjunum vill væntanlega gleyma gærkvöldinu sem allra fyrst. Hans menn mættu þá enska úrvalsdeildarliðinu Bournemouth og töpuðu, 4-0.

Í stöðunni 1-0 á 26. mínútu mætti Ndjock út í teiginn til að handsama langa spyrnu sem og hann gerði ágætlega. En svo fór allt í vaskinn þegar Kamerúninn ætlaði að koma boltanum strax í leik á vinstri bakvörðinn sinn.

Ndjock tókst nefnilega að kasta boltanum afskaplega klaufalega í eigið net. Það er eins og hann ætli að hætta við að kasta boltanum út en klárar hreyfinguna og missir boltann úr höndum sér. Kamerúninn hleypur svo í örvætingu á eftir boltanum til að bjarga marki en handsamar hann ekki fyrr en inn í markinu.

Ndjock mætti væntanlega fullur sjálfstraust í leikinn því fjórum dögum áður var hann valinn maður leiksins þegar Minnesota United vann Indy Eleven í NASL-deildinni. Hann vill líklega frekar horfa á myndbandið hér að neðan frekar en hér að ofan.

Þetta ótrúlega sjálfsmark má sjá eftir 2:18 í spilaranum hér að ofan en frammistöðu hans gegn Indy Eleven má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×