Íslenski boltinn

Sjáðu magnað sigurmark Turudija í Kópavoginum í gær | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kenan Turudija fagnar með félögum sínum í Kópavogi í gær.
Kenan Turudija fagnar með félögum sínum í Kópavogi í gær. vísir/vilhelm
Ólafsvíkingar byrjuðu Pepsi-deildina með látum í gær en nýliðarnir unnu óvæntan sigur á Breiðabliki, 2-1, í fyrstu umferðinni á Kópavogsvelli í gærkvöldi.

Ólsarar skoruðu tvö glæsileg mörk í sitthvorum hálfleiknum, en sigurmarkið kom á 82. mínútu og það skoraði Bosníumaðurinn á miðjunni, Kenan Turudija.

Turudija fékk boltann frá Agli Jónssyni og lét vaða af 25 metra færi og small boltinn í sláni áður en hann söng í netinu. Gunnleifur Gunnleifsson gjörsigraður í markinu.

Það tók Ólsara níu umferðir að vinna fyrsta leikinn sinn þegar liðið var í efstu deild fyrir þremur árum síðan en nú er liðið komið með þrjú stig eftir eina umferð.

Þetta frábæra mark Turudija má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×