Erlent

Sjáðu Leonardo DiCaprio ferðast um heiminn til að tækla loftslagsmál

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
DiCaprio hitti meðal annars Obama.
DiCaprio hitti meðal annars Obama. Vísir
Leonardo DiCaprio er annt um umhverfismál og í viðleitni sinni til þess að fræða heiminn um áhrif hlýnun jarðar á samfélag manna og dýra gerði hann, í samstarfi við leikstjórann og óskarsverðlaunahafann Fisher Stevens, heimildarmynd um málið sem nefnist Before the Flood.

Í henni er fylgst með ferðum DiCaprio um heiminn til þess að kanna hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á mismunandi samfélög auk þess sem að hann kynnir lausnir sem hann telur vera nothæfar í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

DiCaprio fer um víðan völl, allt frá Kína til Bandaríkjanna þar sem hann ræddi meðal annars við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þá fékk hann einnig áheyrn hjá Frans páfa til þess að ræða við hann um þetta málefni sem skiptir DiCaprip augljóslega miklu máli.

Hægt er að horfa á myndina í heild sinni hér fyrir neðan en hún er aðgengileg á YouTube og fleiri miðlum til 6. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×