Lífið

Sjáðu Jón Gnarr í hlutverki Borgarstjórans

Bjarki Ármannsson skrifar
Nýtt plakat fyrir þáttinn þar sem sjá má Jón í hlutverki Borgarstjórans.
Nýtt plakat fyrir þáttinn þar sem sjá má Jón í hlutverki Borgarstjórans. Vísir
Tökur á grínþáttaröðinni Borgarstjórinn hefjast um næstu mánaðamót en þar er hinn eini sanni Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, í aðalhlutverki.

„Ég hlakka mikið til að ráðast í tökur, enda eru meira en sex ár síðan ég lék síðast,“ segir Jón, sem nú starfar sem dagskrárstjóri 365. „Þannig að ég er bara eins og lítill strákur að hlakka til jólanna.“

Um er að ræða tíu þátta þáttaröð og verða þau Pétur Jóhann Sigfússon og Helga Braga Jónsdóttir í aðalhlutverkum ásamt Jóni.

„Það er eitthvað svo gott „timing“ núna,“ segir Jón. „Það er svo mikil stemning fyrir íslenskum stjórnmálum, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.“

Fyrsta kynningarstikla þáttarins er komin út og má sjá hana hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×