Fótbolti

Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nágrenni Moulin Rouge var málað blátt og mikið var sungið fyrir utan írska barinn O´Sullivans þar sem Íslendingar hittust fyrir leik Íslands og Austurríkis sem hefst klukkan 16.00 að staðartíma.

Um tíu þúsund Íslendingar verða á leiknum og hituðu upp á O´Sullivans, írskum bar, við hliðina á Moulin Rouge, Rauðu Myllunni í París. Fyrstu stuðningsmenn voru mættir þangað klukkan ellefu að staðartíma en leggja á af stað á völlinn um þrjúleytið.

Björn Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason tóku púlsinn á stuðningsmönnum Íslands og mögulega Austurríkis líka fyrir leikinn.

Upptökuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en einnig má sjá
EM í dag hér að neðan sem var einmitt tekinn upp við O'Sullivans í morgunsárið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×