SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Sjáđu Gunnar Nelson hengja Alan Jouban | Myndband

 
Sport
00:44 19. MARS 2017

Gunnar Nelson bauð upp á stjörnuframmistöðu á bardagakvöldi UFC í London í kvöld er hann vann frábæran sigur á Bandaríkjamanninum Alan Jouban.

Gunnar bar sigur úr býtum með hengingartaki í annarri lotu - taki sem kallast guillotine eða fallöxin. Upphafið að endinum hjá Jouban var þegar hann vankaðist eftir frábært högg Gunnars með hægri hönd.

Hann er í níunda sæti áskorendalistans í veltivigt og ljóst að eftir bardaga kvöldsins á hann inni bardaga gegn sterkari andstæðingi, líklega síðar á þessu ári. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð.

Ítarlega umfjöllun um Vísis má finna í fréttunum hér fyrir neðan en efst í fréttinni má sjá hvernig Gunnar gekk frá Jouban í annarri lotu. Henry Birgir Gunnarsson og Guttormur Árni Jónsson lýstu fyrir Stöð 2 Sport.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Sjáđu Gunnar Nelson hengja Alan Jouban | Myndband
Fara efst