Enski boltinn

Sjáðu glæsimark Carrolls og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carroll klippir boltann í netið.
Carroll klippir boltann í netið. vísir/getty
Alls voru 23 mörk skoruð í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Mark Andys Carroll fyrir West Ham United í 3-0 sigri á Crystal Palace stóð án nokkurs vafa þar upp úr.

Á 79. mínútu klippti Carroll boltann glæsilega á lofti í netið eftir fyrirgjöf Michails Antonio. Sannkallað glæsimark.

Harry Kane skoraði þrennu þegar Tottenham vann sinn sjötta leik í röð og spænski bakvörðurinn Marcos Alonso skoraði tvívegis í 0-3 sigri Chelsea á Leicester City.

Öll 23 mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×