Bíó og sjónvarp

Sjáðu fyrstu stikluna úr nýrri heimildarmynd um Jóhönnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/gva
Fyrsta stiklan úr nýrri heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrstu konuna sem varð forsætisráðherra hér á landi, hefur nú verið birt á netinu.

Leikstjóri myndarinnar er Björn Brynjúlfur Björnsson en Elísabet Ronaldsdóttir sér um klippingu. Myndin heita Jóhanna – Síðasta orrustan. Leikstjórinn fylgdi Jóhönnu eftir á meðan hún var forsætisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á árunum eftir hrun.

Jóhanna hætti í stjórnmálum þegar sú stjórn fór frá völdum árið 2013 en þá hafði hún setið á þingi frá árinu 1978 fyrir Alþýðuflokk, Þjóðvaka og svo Samfylkinguna.

Stikluna fyrir myndina má sjá hér að neðan en myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 15. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×