Bíó og sjónvarp

Sjáðu fyrstu myndina af J.K. Simmons sem lögreglustjórinn Gordon

Birgir Olgeirsson skrifar
J.K. Simmons sem lögreglustjórinn James Gordon.
J.K. Simmons sem lögreglustjórinn James Gordon. Vísir/Twitter
Leikstjórinn Zack Snyder birti í kvöld mynd af leikaranum J.K. Simmons í hlutverki lögreglustjórans James Gordon við merki Leðurblökumannsins. Myndin er af tökustað Justice League-myndarinnar en Justice League er ofurhetjuteymi úr DC-myndasöguheiminum sem samanstendur af Superman, Batman, WonderWoman, Aquaman, The Flash og Cyborg.

Snyder birti þessa svarthvítu mynd á Twitter á degi Leðurblökumannsins nokkrum dögum eftir að hafa birt mynd af Ben Affleck í leðurblökubúningnum.

Fyrsta stiklan úr myndinni var frumsýnd á Comic Con í San Diego, Bandaríkjunum, í júlí síðastliðnum en þar mátti sjá nokkrum íslenskum leikurum bregða fyrir í atriði með Ben Affleck og Jason Momoa, en Affleck leikur Bruce Wayne/Batman og Momoa leikur Arthur Curry/Aquaman.

Þar á meðal voru Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir.

Áætlað er að tökur á myndinni fari fram á Ströndum í október en fjölmiðlar ytra hafa birt orðróm þess efnis að tökurnar á Íslandi eigi að sýna framandi heimkynni illmennisins Darkseid.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×