Lífið

Sjáðu fyrsta sýnishornið úr nýjum þáttum af Gilmore Girls

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér sjást þær Alexis Bledel og Lauren Graham sem leika mæðgurnar.
Hér sjást þær Alexis Bledel og Lauren Graham sem leika mæðgurnar. Vísir/Getty
Aðdáendur Mægðnanna, eða Gilmore Girls, hafa beðið í ofvæni eftir því að þættirnir snúi aftur á skjáinn en fregnir þess efnis voru staðfestar á síðasta ári. Biðinni lýkur fyrir aðdáendur Mæðgnanna í lok nóvember en þá verður sýndur fyrsti hlutinn af fjögurra þátta Netflix-þáttaröð þar sem gægst er inn í líf þeirra Rory og Lorelai Gilmore nú þegar tæpur áratugur er frá því að síðasti þátturinn um þessar hnyttnu stöllur var sýndur.

Vísir greindi frá því að til stæði að endurvekja sjónvarpsþáttinn Mæðgurnar eða Gilmore Girls í október á síðasta ári. Þá hafði ekki verið tekin afstaða til þess hvenær þáttaröðin yrði sýnd en nú hefur verið ákveðið að fyrsti þátturinn fari í loftið 25. nóvember.

Sjá einnig: Gilmore Girls snúa aftur á skjáinn: Lét ömmu alltaf taka Mæðgurnar upp á spólu

Þættirnir fjórir verða um níutíu mínútur að lengd hver og snúa allir helstu aðstandendur mæðgnanna aftur á skjáinn.

Hér að neðan má sjá sýnishornið en í því veltir Lorelai Gilmore, móðirin í þáttunum, fyrir sér hvort grínistinn Amy Schumer myndi kunna að meta hana eður ei. Hún spyr Rory dóttur sína og svar hennar er afdráttarlaust.


Tengdar fréttir

Edward Hermann látinn

Afinn og pabbinn í Gilmore Girls lést á síðasta degi ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×