Íslenski boltinn

Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Ólafur Karl Finsen skoraði flottasta markið.
Ólafur Karl Finsen skoraði flottasta markið. vísir/daníel
Ólafur Karl Finsen, framherji Stjörnunnar, skoraði flottasta mark 1. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta að mati Pepsi-markanna.

Fyrsta umferðin var gerð upp í fyrsta þættinum í gær, en leik Fylkis og Breiðabliks er þó ólokið. Honum var frestað til fimmtudags.

Ívar Örn Jónsson, bakvörður Víkings, skoraði aukaspyrnumark af 40 metra færi á móti Keflavík sem þótti vera atvik umferðarinnar, en með því tryggði hann Víkingum sögulegan 3-1 sigur.

Þetta tvennt auk markasyrpu 1. umferðar úr Pepsi-mörkunum í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Þátturinn var í opinni dagskrá og í beinni á Vísi, en upptöku má finna hér

Upphitunarþáttur Pepsi-markanna sem og fyrsti þátturinn voru í opinni dagskrá og í beinni á Vísi. Fleiri þættir verða ekki í opinni dagskrá en hægt er að kynna sér áskriftartilboð með því að smella hér.

Mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpa 1. umferðar:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×