Fótbolti

Sjáðu fagnaðarlætin hjá Matthíasi, Hólmari og félögum | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hólmar Örn, leikmaður Rosenborg.
Hólmar Örn, leikmaður Rosenborg. Vísir/A
Hólmar Örn Eyjólfsson, Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg tryggðu sæti sitt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær þrátt fyrir 0-1 tap gegn Steaua Bucaresti á heimavelli. Norska félagið vann fyrri leik liðanna 3-0 og vann því einvígið samanlagt 3-1.

Það var aðeins um formsatriði fyrir Rosenborg að komast í gegn fyrir leik liðanna í Þrándheimi í gær en það hefur eflaust farið örlítið um stuðningsmenn og þjálfara liðsins þegar Adrian Popa kom rúmneska félaginu yfir í upphafi seinni hálfleiks.

Lengra komst rúmneska liðið ekki og fögnuðu leikmenn Rosenborg því sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar að leik loknum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem Rosenborg kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Var ekki annað að sjá en að leikmenn liðsins hafi verið hæst ánægðir þegar þeir voru komnir inn í búningsklefana en myndband af fagnaðarlátum liðsins má sjá hér fyrir neðan.

Gutta feirer gruppespillet

Se gutta feire avansement til gruppespillet i Europa League 2015.

Posted by Rosenborg Ballklub on Thursday, 27 August 2015

Tengdar fréttir

Hólmar Örn og Matthías spila í Evrópudeildinni í vetur

Norska úrvalsdeildarfélagið Rosenborg tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta þrátt fyrir að liðið hafi tapað á heimavelli á móti rúmenska liðinu Steaua frá Búkarest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×