Handbolti

Sjáðu Eyjamenn snúa heim með Íslandsmeistaratitilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
ÍBV vann í gær sinn annan Íslandsmeistaratitil í handbolta í sögu félagsins. Því var að sjálfsögðu fagnað með hætti Eyjamanna, innsigling í Herjólfi undir glæsilegri flugeldasýningu.

Sýnt var frá heimkomu ÍBV í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi Svava Kristín Grétarsdóttir við Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV.

„Þetta venst aldrei, að fá þessar móttökur og flugeldasýninguna,“ sagði Arnar.

Myndirnar frá gærkvöldinu má sjá í sjónvarpsglugganum í fréttinni.


Tengdar fréttir

Stórbrotið meistaraspjall: Tönnin á Aroni sprakk og gufaði í loft upp

ÍBV er Íslandsmeistari eftir öruggan sigur í leik fjögur í úrslitaeinvíginu við FH í Kaplakrika í dag. Nýkrýndir meistarar Kári Kristján Kristjánsson, Aron Rafn Eðvarðsson og Grétar Þór Eyþórsson settust við háborðið hjá Tómasi Þór Þórðarsyni í Seinni bylgjunni eftir leik og fögnuðu titlinum með stórbrotnu viðtali.

Ís­lands­meistara­syrpa ÍBV - Gæsa­húðar­mynd­band

ÍBV vann átta marka sigur á FH í Kaplakrika dag sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur í úrslitaeinvíginu. ÍBV er því þrefaldur meistari en áður hafði liðið orðið bæði deildar- og bikarmeistari.

Myndasyrpa af fögnuði Eyjamanna

ÍBV varð Íslandsmeistari í Olísdeild karla í annað skipti í sögu félagsins. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna eftir leik var ósvikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×