Erlent

Sjáðu eyðilegginguna: Þrjú þúsund ára rústir jafnaðar við jörðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hliðið að Nimrud.
Hliðið að Nimrud. Vísir/AFP
Eyðilegging Assýrísku borgarinnar Nimrud í Írak virðist alger. Vígamenn Íslamska ríkisins sprengdu rústirnar í fyrra og eyðilögðu ævafornar minjar. Rústir Assýrísku borgarinnar voru taldar vera rúmlega þrjú þúsund ára gamlar og voru á minjaskrá UNESCO.

Nú hefur írakski herinn rekið vígamenn ISIS frá borginni og er nú í fyrsta sinn hægt að sjá hvernig þeir fóru með Nimrud. Borgin, sem var stofnuð á 13. öld fyrir krist var önnur höfuðborg Assýríska veldisins.

Vígamenn ISIS hafa eyðilagt aðrar fornar rústir með svipuðum hætti á undanförnum árum í Sýrlandi og í Írak.

Nimrud fyrir tilkomu ISIS Áróðursmyndbönd ISIS frá Nimrud Rústirnar eins og þær eru í dag

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×