ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 21:30

Man. City og Monaco buđu til veislu á Etihad

SPORT

Sjáđu einvígi íslensku ofurkvennanna | Myndband

 
Sport
10:45 22. MARS 2016
Katrín Tanja Davíđsdóttir og Ragnheiđur Sara Sigmundsdóttir.
Katrín Tanja Davíđsdóttir og Ragnheiđur Sara Sigmundsdóttir. VÍSIR/GVA/INSTAGRAM SÖRU

Íslensku krossfitkonurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu magnaða keppni um titilinn hraustasta kona heims í Bandaríkjunum síðasta sumar og á dögunum áttust þær við í fyrsta skiptið síðan þá.

Katrín Tanja og Ragnheiður Sara voru þá að keppa á The Open sem er fyrsta undankeppni fyrir Reebok-heimsleikana 2016.

Íslensk íþróttafólk hefur verið áberandi á heimsleikunum undanfarin ár og Katrín Tanja fylgdi í fótspor Anníe Mist Þórisdóttur og tryggði Íslandi þriðja gullið á fimm árum í hitanum í Kaliforníu í júlí í fyrra.

Sjá einnig: Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit

Hraustasta kona heims 2015, Katrín Tanja, keppti í æfingu vikunnar á laugardagskvöldið og það þótti við hæfi að hún keppti þar við löndu sína.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var lengi vel í forystu í keppninni í fyrrasumar en gaf eftir í lokin og varð að sætta sig við þriðja sætið. Katrín Tanja átti flottan lokasprett og tryggði sér sigurinn.

Ragnheiður Sara ætlaði ekki að láta það gerast aftur og mætti í hefndarhug í keppnina á The Open.

Sjá einnig: Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima

Hér fyrir neðan má sjá þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur eigast við í fjórðu umferð keppninnar en að venju voru þær frábærir fulltrúar íslensku þjóðarinnar í heimi krossfitsins.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Sjáđu einvígi íslensku ofurkvennanna | Myndband
Fara efst