Enski boltinn

Sjáðu Eið Smára á Brúnni á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og samherjar hans í Chelsea liðinu tímabilið 2004/2005 voru heiðraðir fyrir leik Chelsea og Sunderland í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Það var fyrsti Englandsmeistaratitilinn sem Chelsea vann, en Eiður Smári var hluti af því liði. John Terry, Didier Drogba og Petr Čech eru einu leikmennirnir sem enn eru hjá Chelsea sem voru í því liði.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea í dag, var einnig stjóri Chelsea á þessum tíma, en þeir voru klappaðir út á Stamford Bridge í dag við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna Chelsea.

Myndband af þessu má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni, en Eiður Smári er lengst til vinstri af köppunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×