Fótbolti

Sjáðu blaða­manna­fund Heimis í heild sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, Helgi Kolviðsson og markvarðaþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson á fundinum í dag.
Heimir Hallgrímsson, Helgi Kolviðsson og markvarðaþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson á fundinum í dag. vísir/ernir
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2018.

Vísir fylgdist með öllu sem gerðist á fundinum. Í spilaranum fyrir hér fyrir neðan má sjá fundinn í heild sinni en hann var í beinni útsendingu á Vísi.

Leikurinn gegn Finnlandi fer fram á fimmtudaginn í næstu viku en Tyrkir, sem voru lagðir 3-0 síðast þegar þeir komu hingað til lands fyrir tveimur árum, mæta á Laugardalsvöllinn annan sunnudag.

Ísland er með eitt stig í riðlinum eins og öll hin liðin eftir 1-1 jafntefli gegn Úkraínu ytra en það var fyrsti leikur Heimis sem aðalþjálfari liðsins eftir að Lars Lagerbäck lét af störfum.

Textalýsingu blaðamanns frá fundinum má sjá í Twitter-boxinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×