Sjáđu Björn klára Tékkann á 50 sekúndum međ rosalegum spörkum | Myndband

 
Sport
18:43 23. NÓVEMBER 2016
Björn fagnar sigrinum í dag.
Björn fagnar sigrinum í dag. MYND/FACEBOOK-SÍĐA MJÖLNIS
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Það tók Björn Þorleif Þorleifsson aðeins tæpa mínútu að vinna sigur á Tékkanum Premysl Kucerka á Evrópumótinu í MMA í Prag í dag.

Björn negldi Tékkann niður með snúningssparki í magann, náði svo sparki í innanvert lærið á Kucerka og kláraði hann svo með rosalegu hásparki.

Fimmtíu sekúndum eftir að bardaginn hófst var honum lokið. Þetta var fyrsti bardagi Björns í MMA.

Björn, sem keppti í Taekwondo í mörg ár, mætir Svíanum Rosten Akman í átta manna úrslitum í millivigtinni á morgun.

Spörkin þrjú í bardaganum í dag má sjá í myndbandinu hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Sjáđu Björn klára Tékkann á 50 sekúndum međ rosalegum spörkum | Myndband
Fara efst