FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 07:00

Blekking

SKOĐANIR

Sjáđu bestu tilţrifin hjá Martin sem er ađ fara á kostum í Frakklandi | Myndband

 
Körfubolti
11:45 03. MARS 2017

Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er að fara á kostum á sínu fyrsta ári í atvinnumennskunni en hann spilar með Charleville-Mézieres í frönsku B-deildinni.

Martin hefur í átján leikjum til þessa skorað 17,9 stig að meðaltali í leik, gefið 5,9 stoðsendingar og tekið 4,2 fráköst. Hann spilar að jafnaði 33 mínútur í leik.

Hann var á dögunum valinn í úrvalslið fyrri hluta leiktíðarinnar en vesturbæingurinn hefur þrívegis verið kjörinn besti leikmaður vikunnar fyrir frammistöðu sína.

„Ef að liðið verður á verðlaunapalli í vor verður hann án nokkurs vafa ein helsta ástæðan fyrir því. Þessi 22 ára leikmaður ætti ekki að staldra lengi við í frönsku B-deildinni,“ sagði í umfjöllun um úrvalsliðið og Martin á frönsku síðunni bebasket.fr á dögunum.

Búið er að taka saman flottustu tilþrif Martins á fyrri hluta leiktíðar en þau má sjá í spilaranum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sjáđu bestu tilţrifin hjá Martin sem er ađ fara á kostum í Frakklandi | Myndband
Fara efst