Lífið

Sjáðu Bandaríkjamenn reyna að skilja íslenskt rapp: „Er þetta ítalska?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Curls og Marc nokkuð hrifnir.
Curls og Marc nokkuð hrifnir.
Tveir Bandaríkjamenn sem kalla sig Curls og Marc og halda úti YouTube síðunni CREAMCLOUT taka fyrir íslenskt rapp í tveimur nýjustu myndböndunum sínum.

Þeir eru ekkert að flækja hlutina og horfa bara á tvö tónlistarmyndbönd og reyna að meta rappið og frá hvaða landi lögin eru.

Myndböndin tvö eru Brennum allt með Úlfur Úlfur og lagið Morgunmatur með GKR. Marc er nokkuð viss um að Brennum Allt sé á ítölsku og telur því að Arnar Freyr Frostason, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Atli Sigþórsson séu því frá Ítalíu.

Þegar þeir horfa aftur á móti á myndbandið með GKR vita þeir að lagið er frá Íslandi. Þeir virðast fíla lagið mjög og eru yfir sig hrifnir. Hér að neðan má sjá hvað þeim finnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×