Handbolti

Sjáðu atvikið hræðilega úr leik Vals og FH: „Ekki víst hvort hann geti verið með á morgun"

Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöllinni skrifar
Ólafur var borinn af velli.
Ólafur var borinn af velli. Vísir/eyþór
Leiðinlegt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Vals og FH í undanúrslitum karla í handknattleik. Þá hentist Ólafur Ægir Ólafsson á steinsteypta súlu sem er fyrir aftan annað markið. Valsmenn unnu leikinn 20-19 og er liðið enn einu sinni komið í úrslitaleikinn.

Ólafur var borinn af velli eftir atvikið og var útlitið mjög slæmt á tímabili.

„Hann fékk slæmt höfuðhögg en þetta virðist ekki vera svo alvarlegt,“ segir Guðlaugur Arnarson, annar þjálfari Vals, eftir leikinn.

„Það er ekki víst hvort hann geti verið með á morgun, við eigum eftir að fá staðfestingu frá lækni um það. Hann fékk ekki heilahristing en þetta leit ekki vel út í fyrstu.“

Íþróttadeild RÚV birtir myndskeið af atvikinu á Twitter og má sjá það hér að neðan. Spurning hvort það þurfi ekki að bregðast við og koma upp vörnum fyrir leikmenn þar sem veggirnir eru mjög nálægt endalínunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×