Fótbolti

Sjáðu alla dramatík gærkvöldsins í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þetta var skelfilegt kvöld fyrir Besiktas í Kænugarði.
Þetta var skelfilegt kvöld fyrir Besiktas í Kænugarði. Vísir/Getty
Úrslit gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu voru áhugaverð en staða liða í bæði A- og B-riðlum breyttist.

Arsenal vann öruggan sigur á Basel í Sviss, 4-1, en á sama tíma mátti PSG þakka fyrir að ná jafntefli gegn Ludogorets Razgrad á heimavelli, 2-2.

Úrslit leikjanna þýddu að PSG missti toppsæti riðilsins til Arsenal sem setur þá ensku í betri stöðu þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar.





Í B-riðli þurfti Besiktas að leggja botnlið Dynamo Kiev að velli til að komast áfram í 16-liða úrslitin. En Úkraínumennirnir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir þá tyrknesku, 6-0.

Fyrir vikið komst Benfica frá Portúgal áfram þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Napoli á heimavelli, 2-1.





Staðan liða í C- og D-riðlum breyttust ekki eftir leiki gærkvöldsins. Barcelona og Manchester City fóru áfram úr C-riðli en Gladbach náði þriðja sætinu og keppir því í Evrópudeild UEFA eftir áramót.

Atletico Madrid og Bayern München fara áfram úr D-riðli en 1-0 sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda hafði í raun enga þýðingu því Spánverjarnir voru öruggir með sigur í riðlinum fyrir leiki gærdagsins.

Rostov fer í Evrópudeildina úr D-riðli en Ludogorets úr A-riðil og Besiktas úr B-riðli.







Í kvöld klárast svo riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar lokaumferðin fer fram í hinum fjórum riðlunum.

Tvö sæti ðí 16-liða úrslitunum eru enn í boði en í G-riðli berjast Porto og FCK um að fara áfram með Leicester. Í H-riðli stendur sú barátta á milli Sevilla og Lyon en Juventus er komið áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×