Viðskipti erlent

Siri hjálpar Apple að kynna kynningu sína

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Siri vinnur yfirvinnu þessa dagana.
Siri vinnur yfirvinnu þessa dagana. Vísir/Sammi
Tæknifyrirtækið Apple gaf út í dag að nýjar vörur fyrirtækisins yrðu kynntar þann 9. september. Búist er við að Apple muni kynna til leiks uppfærslu á iPhone-símum sínum auk þess sem orðrómar eru á kreiki um að stærri iPad-spjaldtölva verði mögulega á dagskrá kynningarinnar. Talgervill Apple, Siri, er hluti af kynningunni.

Kynningin fer fram í San Francisco í Bill Graham Civic Auditorium salnum. Salurinn tekur 7.000 manns í sæti og er búist við því að Apple muni kynna uppfærslu á iPhone-símum sínum, Iphone 6S og Iphone 6S Plus ásamt því að tæknisíður hafa fjallað um að stór útgafa af iPad-spjaldtölvu verði frumsýnd, svokölluð iPad Pro.

Fyrir þá sem eru að springa af forvitni er rétt að benda á að hægt er að biðja Siri, talgervil Apple, um að gefa vísbendingar um hvað muni eiga sér stað þann 9. september næstkomandi. Það eina sem þarf að gera er að opna Siri og segja: „Siri, give me hint.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×