Golf

Sir Alex Ferguson átti mikinn þátt í sigri Evrópuliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Paul McGinley, fyrirliði Evrópuliðsins, sem tryggði sér sigur í Ryderbikarnum í Skotlandi í gær hefur fengið mikið lof fyrir framgöngu sína en hann sjálfur talaði sérstaklega um mikilvæga heimsókn fyrir keppnina.

„Ég reyndi að gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir strákana í liðinu. Lykilatriðið var að vera með sömu stöðugu skilboðin alla vikuna," sagði Paul McGinley í morgunviðtali á BBC.

McGinley segir heimsókn Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United og eins allra sigursælasta knattspyrnustjóra sögunnar, hafa haft góð áhrif á evrópska liðið.

„Heimsókn Sir Alex Ferguson var mjög mikilvæg fyrir liðið. Hann kom með sterk skilaboð til minna manna og setti þau í fótbolta-samhengi sem gerði þau enn áhrifaríkari," sagði McGinley sem er fyrsti Írinn sem tekur að sér fyrirliðastarfið. .

„Það var fullkomið samræmi í því sem við gerðum. Við vorum með plan og sem betur fer gekk það upp," sagði McGinley.

Evrópska liðið vann það bandaríska með 16,5 vinningum á móti 11,5 og varði þar með titilinn.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×