Enski boltinn

Sir Alex ætlar að bjóða upp vínflöskusafnið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Vísir/AFP
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, safnaði yfir fimm þúsund vínflöskum á stjóratíma sínum á Old Trafford og vínflöskusöfnunin hans var hans leið til að kúpla sig út úr pressunni sem fylgir því að stýra einu besta fótboltaliði heims.

Sir Alex hefur nú ákveðið að bjóða upp vínflöskusafnið sitt en verðmæti þess er í kringum þrjár milljónir punda eða um 565 milljónir íslenskra króna.

Flöskurnar í vínkjallara Ferguson eru frá árunum 1986 til 2013 eða þann tíma sem hann var knattspyrnustjóri Manchester United.

„Þú verður að hafa einhver önnur áhugamál til að dreifa huganum frá ákafanum og pressunni sem fylgir því að vera knattspyrnustjóri. Þegar ég fór síðan í gegnum safnið mitt þá áttaði ég mig á því að mikið verðmæti lægi í þessum flöskum. Ég hætti störfum á síðasta ári og finnst þetta vera góður tími til að selja flöskurnar," sagði Sir Alex Ferguson.

Það eru örugglega nokkrir sem væru til að slá um sig með því að opna flösku í góðra manna hópi og segja að hún hafi komið úr safni sigursælasta knattspyrnustjóra allra tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×