Innlent

Sinubruni í Breiðholti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá brunanum.
Frá brunanum. vísir/valli
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan hálf eitt í dag vegna sinubruna við Skógarsel í Breiðholti. Einn dælubíll var sendur á staðinn og unnið er að því að ráða niðurlögum eldsins.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvernig eldurinn kviknaði.

Uppfært klukkan 12.52

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið að slökkva eldinn að mestu. Eldurinn náði yfir á um 200 fermetra svæði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×